Google Toolbar Installed

Enn á ný er kominn Miðvikudagur. Ég mætti með Dísu í leikskólann í morgun og var einungis klukkutíma að komast af bílastæðinu. Hálkan var svo svakaleg. Fyrir algjöra Guðs mildi var einn bíll þarna með hjólböru og skóflu! þannig að við gátum skellt sandi á planið og komist í vinnuna. En þetta tók sem sagt bara klukkutíma. Sniðugt á Íslandi.

Það er orðið nokkuð mikið að gera í vinnunni og þá ekki endilega vegna vírusa heldur vegna auglýsinga forrita og alls kyns "pop-up" geðveiki. Þess vegna vil ég benda fólki á nokkur forrit sem gagnast gegn þessum leiðindum og líklega mun þetta gera tölvuna eitthvað sprækari:

Gegn pop-up gluggum þá er Google toolbar líklega best. Þessi toolbar er ókeypis og er með innifalin "pop-up killer" ásamt reyndar nokkrum öðrum nytsamlegum möguleikum.

Varðandi augýsingaforrit (adware/spyware) þá hafa eftirfarandi verið að reynast ágætlega:

Spybot Search & Destroy

Ad-aware

SpywareBlaster

kveðja í bili.



Ummæli

Vinsælar færslur